news

Aðlögun

04 Sep 2019


Haustin eru alltaf tími breytinga í leikskólanum. Þá flytjast börn á milli deilda og ný börn koma inn og mikið um að vera, líf og fjör í leikskólanum.

Nýju börnin byrjuðu svo í aðlögun á mánudaginn. Allir standa sig vel bæði börn, starfsfólk og foreldrar. Við bjóðum nýju börnin okkar og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Bjarkalund og hlökkum til vetrarins og samstarfsins.