news

Bleiki dagurinn 16. október 2020

12 Okt 2020

Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag hvetjum við alla til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Árið 2000 var átakinu hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.