news

Íslandsdagur

18 Jan 2019

Miðvikudaginn 16. janúar vorum við með bláan Íslandsdag í tilefni af landsleik Íslands við Japan á HM í handbolta karla. Mörg börn og kennarar tóku þátt í gleðinni með því að mæta í bláum klæðnaði. Mikil áhersla var á íslenska fánann þennan dag og sást það meðal annars í verkum barna.