news

Sumarhátíð Bjarkalundar

15 Jún 2020

Föstudaginn 12.júní var sumarhátíð í Bjarkalundi. Við vorum með hoppukastala, andlitsmálningu, krítar og málningu. Grillað var ofan í bæði börn og fullorðna. Leikhópurinn Lotta kom til okkar og sýndi okkur Öskubusku. Dagurinn var frábær í alla staði og mikið um gleði allann daginn og fóru allir saddir og sælir heim .