news

Útskrift 2021

08 Jún 2021

Síðastliðinn föstudag þann 4. júní var útskrift hér á Bjarkalundi.

Við athöfnina talaði Elísabet aðstoðarleikskólastjóri til barnanna, eftir falleg orð frá henni sungu börnin nokkur lög sem þau hafa verið að æfa í vetur. Þá talaði Sylvía við börnin og þau afhentu leikskólanum listaverk sem þau höfðu búið til. Við útskrift fékk hvert barn afhent útskritarskjal og plöntu sem þau geta fylgst með vaxa og dafna, eins og við höfum fylgst með börnunum gera síðustu ár. Að lokum var boðið upp á veitingar og fengu börnin afhenta möppu með skráningum frá upphafi leikskólagöngunar fram til útskriftardags.

Við óskum börnunum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni og um leið þökkum við fjölskyldum þeirra fyrir gott samstarf og ánægjuleg kynni.