Starfsmannalisti

staff
Alda Rut Jónasdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mosi
Alda Rut hefur starfað í leikskóla til fjölda ára en hóf störf í Bjarkalundi í september 2017. Hún er lykilpersóna á Mosa.
staff
Alexandra Hödd Harðardóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Mói
Alexandra er með B.A í uppeldis- og menntunarfræðum. Hún er deildarstjóri á Móa. Alexandra er með mikla reynslu af leikskólastarfi og þá sérstaklega með yngstu börnum leikskólans, en hún hafði starfað í tveimur ungbarnaleikskólum áður en hóf störf í Bjarkalundi. Alexandra hefur starfað við skólann frá opnun sumarið 2016 og er deildarstjóri á Móa.
staff
Alexandra Líf Arnarsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Alexandra Líf hóf störf í desember 2018. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum. Hún leggur stund á tölvunarfræði í H.R. í vetur og verður jafnframt í afleysingum á Bjarkalundi.
staff
Anna Guðrún Birgisdóttir
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Anna er með Bs í Ferðamálafræði og Master í Markaðsfræðum. Hún kom til starfa í nóvember 2016 og starfar við sérkennslu.
staff
Anna Halla Emilsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Anna Halla útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands árið 1982. Hún hefur víðtæka reynslu af leikskólastarfi og hefur gegnt ýmsum hlutverkum á sínum ferli sem leikskólakennari. Anna Halla hóf störf í Bjarkalundi í október 2017 .
staff
Anna Hermanowska
Starfsmaður í leikskóla
Mói
Anna hóf störf í Bjarkalundi sumarið 2016 og starfaði þá í eldhúsi leikskólans en kom svo til okkar í afleysingar í janúar 2017. Hún er núna lykilpersóna á Móa.
staff
Arnfríður Kristín Arnórsdóttir
Sérkennslustjóri
Arnfríður er þroskaþjálfi að mennt og hefur starfað við sérkennslu í leikskóla um árabil. Hún hefur unnið í Bjarkalundi frá opnun skólans en haustið 2018 tók hún við starfi sérkennslustjóra.
staff
Benedikt Fannar Guðmundsson
Starfsmaður í leikskóla
Mosi
Benedikt Fannar hóf störf í leikskólanum í janúar 2018. Benni, sem áður var í námi í Flensborg, stundar langhlaup. Áhugamál hans eru fótbolti, hlaup og hreyfing almennt. Hann er lykilpersóna á Mosa.
staff
Birta Dröfn Kristjánsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Hraun
Birta Dröfn hóf störf sumarið 2018 sem sumarstarfsmaður í Bjarkalundi. Hún lauk stúdentsprófi áramótin 2018 frá Flensborg.Hún er lykilpersóna á Hellu.
staff
Dominika Judyta Krasko
Deildarstjóri í leikskóla
Hraun
Dominika er grunn- og framhaldsskólakennari. Hún hefur unnið í leikskóla sl. tíu ár. Dominika hefur áhuga á listum og skilar það sér vel til okkar í starfið. Hún er deildarstjóri á Hellu.
staff
Eygló Ýr Evudóttir
Starfsmaður í leikskóla
Hella
Eygló Ýr hóf störf í Bjarkalundi í ágúst 2019. Eygló er með diplómu í leiklist og hefur einnig lokið starfsnámi stuðningsfulltrúa. Hún er lykilpersóna á Hellu.
staff
Hildur Kathleen Harðardóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Mosi
Hildur er með B.A gráðu í uppeldis og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í menntunarfræðum leikskóla við sama skóla. Hildur er deildarstjóri á Mosa.
staff
Ingibjörg Ósk Helgadóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mosi
Ingibjörg Ósk hóf störf í Bjarkalundi í mars 2019, en hefur setið í stjórn foreldrafélags Bjarkalundar frá stofnun skólans. Hún er stúdent frá Flensborg í Hafnarfirði, með meistararéttindi í snyrtifræði, búin með bæði skrifstofu og bókaranám, ásamt því að hafa lagt stund á talsetningar hjá Stúdíó Sýrlandi. Ingibjörg vann síðast á leikskóla fyrir 10 árum og er sem stendur að læra leikskólakennarann við Háskóla Íslands með vinnu. Ingibjörg er lykilpersóna á Mosa.
staff
Íris Björg Einarsdóttir
Þroskaþjálfi
Íris Björg er þroskaþjálfi og kom til starfa hjá okkur í janúar 2017. Hún starfar sem þroskaþjálfi inni á Hellu.
staff
Júnía Kristín Sigurðardóttir
Starfsmaður í leikskóla
Hella
Júnía hóf störf hjá okkur í ágúst 2019. Júnía hefur lokið stúdentsprófi frá Flensborg og er að læra uppeldisfræði í HÍ. Júnía er kennari á Hellu.
staff
Katarzyna Chojnowska
Leikskólaleiðbeinandi B
Hella
Kata hefur starfað í leikskóla um árabil en hóf störf í Bjarkalundi haustið 2017. Hún er listræn og nýtur þess að vinna skapandi starf með börnunum. Hún er lykilpersóna á Hellu.
staff
Kolbrún Emma Björnsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mói
Kolbrún byrjaði hjá okkur í Bjarkalundi í janúar 2018. Fyrst var hún í afleysingum en núna er hún lykilpersóna á Móa.
staff
Lejla Poroshtica
Starfsmaður í leikskóla
Lejla hóf störf í Bjarkalundi í desember 2018 eftir hafa útskrifast sem stúdent frá Flensborgarskólanum. Hún leggur stund á lögfræði í H.Í. í vetur.Hún verður í afleysingum í vetur.
staff
Lidia Gabriela Kaminska
Starfsmaður í leikskóla
Lidia byrjaði hjá okkur í febrúar 2017. Lidia hefur starfað við aðhlynningu í fjölda ára með eldra fólki en vildi breyta til og koma að starfa með yngra fólkinu. Lidia starfar núna sem stuðningur.
staff
Margrét Svandís Þórisdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mosi
Margrét Svandís hóf störf í Bjarkalundi í september 2019. Hún er að læra sjúkraliðann en tók sér hlé á námi. Hún hefur starfað mikið á sambýlum fyrir fatlaða og hjúkrunarheimilum. Þá hefur hún einnig unnið á leikskóla. Hún er lykilpersóna á Mosa.
staff
Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Ragnhildur, Ragga, hóf störf við leikskólann Bjarkalund haustið 2018. Hún er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún starfar núna sem stuðningur og er einnig UT-fulltrúi leikskólans.
staff
Stefanía Ósk Ólafsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mosi
Stefanía hóf störf í Bjarkalundi í maí 2019. Hún er stúdent fá Flensborgarskólanum. Stefanía starfar sem stuðningur á Mosa.
staff
Sylvía Rut Jónasdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Mói
Sylvía hefur mikla reynslu af leikskólastarfi og leggur stund á nám í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Sylvía kom til starfa þegar leikskólinn opnaði sumarið 2016. Hún er lykilpersóna á Móa.
staff
Telma Ýr Friðriksdóttir
Leikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Telma er leikskólastjóri og útskrifaðist frá Kennaraháskólanum 2007. Telma hefur lokið viðbótardiplómu í stjórnun menntastofnanna.
staff
Þórdís Óskarsdóttir
Leikskólaleiðbeinandi B
Hella
Þórdís er ferðamálafræðingur og hóf störf í Bjarkalundi í ágúst 2018. Hún er starfsmaður á Hellu.
staff
Örlygur Sturla Arnarson
Starfsmaður í leikskóla
Örlygur hóf störf í Bjarkalundi haustið 2017. Hann hefur töluverða reynslu af leikskólastarfi og er glaðlyndur tónlistarunnandi. Örlygur er í afleysingum í vetur.