Dagur íslenskrar tungu

15 Nóv 2016

Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni ætla börnin á Hrauni að bjóða okkur í salinn á sýningu. Börn fædd árið 2011 ætla að sýna leikrit og börn fædd 2012 ætla að syngja fyrir okkur. Að því loknu koma nemendur úr 7. bekk í Hraunvallaskóla og lesa fyrir okkur. Í nónhressingu verður svo eitthvað þjóðlegt á boðstólnum.