Á yngri deildunum Móa og Mosa er lögð áhersla á hvíld barnanna. Í leikskólanum getur verið mikið áreiti og því mikilvægt að þau fái tíma til hvíldar til þess að vinna úr því sem þau læra í leiknum.

Á eldri gangi er einnig hvíld. Á Hellu leggjast öll börn niður og slaka á og sum þeirra sofna í stutta stund. Börnin á Hrauni hvílast með því að höfð er lestrarsamvera og í rólegum leik eftir hádegisverð.