Leikskólinn Bjarkalundur hóf innleiðingu á SMT - skólafærni strax við stofnun skólans. Elísa R. Ingólfsdóttir ráðgjafi stýrði innleiðingunni sem lauk skólaárið 2019-2020.
Markmið SMT er að styrkja jákvæða hegðun og draga þannig úr tíðni óæskilegrar hegðunar. Ýmsar leiðir eru notaðar til þess og sem dæmi má nefna eru skýr fyrirmæli, hvatning og hrós og að setja börnum skýr mörk. Einnig eru börnum markvisst kenndar þær reglur sem gilda á hverju svæði fyrir sig.
Lögð er áhersla á SMT hjá eldri börnunum en notaðar hafa verið boðskiptareglur Bínu með yngri börnunum.
Bína er brúða og sögupersóna í bókum sem Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur hefur skrifað. Bína á stundum í erfiðleikum í samskiptum og því þarf að kenna henni hvaða hegðun er viðeigandi hverju sinni. Börnum á yngri gangi eru kenndar Bínureglurnar sem eru 8 talsins.