Gjaldskrá leikskóla Hafnarfjarðar má finna hér
Leikskólagjöld eru innheimt fyrirfram, gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 15. hvers mánaðar. Uppsagnarfrestur á dvalarsamningi er einn mánuður hið minnsta og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar og á að vera skriflegur. Hér má nálgast eyðublað fyrir uppsögn leikskólavistar. Vakin er athygli á því að greitt er fyrir leikskólavistina þó barn sé fjarverandi stöku daga.
Hægt er að sækja um breytingar á dvalarsamningi hjá leikskólastjóra með mánaðarfyrirvara á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hér. Allar breytingar miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar eða eftir nánari samkomulagi við leikskólastjóra.
Leikskólagjöld eru innheimt í ellefu mánuði þar sem börn fara í fjögurra vikna sumarleyfi. Til einföldunar eru leikskólagjöld ekki innheimt í júlí, þó svo börn taki sumarleyfi á öðrum tíma.
Leikskólar eru lokaðir að jafnaði í fimm virka daga á ári, nema annað sé ákveðið, vegna skipulagningar á uppeldis- og menntastarfi leikskóla og endurmenntunar starfsfólks. Þessir dagar dragast ekki frá leikskólagjaldi.
Foreldrar/ forsjáraðilar geta sótt um niðurfellingu leikskólagjald ef barn hefur verið frá vegna veikinda í samfellt tvær vikur eða lengur. Sækja verður um niðurfellinguna sérstaklega á þar til gerðu eyðublaði sem má nálgast hér og leggja fram læknisvottorð til staðfestingar um veikindi barnsins. Ef um langvarandi veikindi barns er að ræða geta foreldrar sótt um frekari niðurfellingu. Beiðnir um niðurfellingu eru metnar af leikskólastjóra í samráði við sviðsstjóra fræðsluþjónustu.
Tímagjald - 3090 kr
Morgunverður - 1806 kr
Hádegisverður - 5138 kr
Nónhressing - 1806 kr
Tekjuafsláttur 1 - 50%
Tekjuafsláttur 2 - 75%
Systkinaafsláttur fyrir annað systkini - 75%
Systkinaafsláttur fyrir þriðja systkini - 100%
Systkinaafsláttur fjórða systkini -100%
Reiknivél vegna afsláttar er hér