Perlan í Hrauninu
Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur í Vallarhverfinu og tók leikskólinn til starfa 8. ágúst 2016. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli . Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá árinu 2008. Hann er rekinn af Hafnarfjarðarbæ og hefur Mennta og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar eftirlit með fag- og rekstrarlegum þáttum starfsins.
Ákveðið var að byrja á innleiðingu SMT og vinnur Elísa R. Ingólfsdóttir verkefnastjóri PMTO og SMT með okkur. Einnig var ákveðið að nota Bínureglur sem tengjast snemmtækri íhlutun og er höfundurinn Ásthildur Bj. Snorradóttir. Ásthildur vinnur með okkur að þrónuarstarfi í snemmtækri íhlutun og skólárið 2016-2017 unnum við einnig í samvinnu við MSHA að innleiðingu starfshátta í læsi.
Leikskólinn lokar að jafnaði tvær vikur á sumrin vegna sumarleyfa og að auki er hann lokaður í fimm daga yfir skólaárið vegna skipulagsdaga. Fjórir starfsmannafundir eru yfir skólaárið tveir fyrir áramót og tveir eftir áramót, þá daga opnar skólinn kl 10:00. Á skóladagatali má sjá hvenær skipulagsdagar og starfsmannafundir eru hverju sinni.
Aðlögun í leikskólann Bjarkalund
Aðlögun er mikilvægur þáttur í upphafi leikskólagöngu, en við notum aðferð sem nefnd er þátttökuaðlögun. Í slíkri nálgun er lögð áhersla á samvinnu á milli heimilis og leikskóla. Barnið lærir að vera í nýjum aðstæðum með foreldrum fystu dagana þar sem foreldrum gefst tækifæri til að kynnast starfinu. Í þátttökuaðlögun myndast oft góð tenging innan foreldrahópsins sem er með börnin sín í aðlögun á sama tíma.
Við teljum að með því að huga að góðum aðlögunartíma þá aukast tengsl milli foreldra og kennara, slík tengsl geta stuðlað að því að hið sameiginlega uppeldisstarf gangi betur. Reynsla okkar hefur sýnt að þegar aðlögun er gefin góður tími í upphafi hefur það jákvæð áhrif á líðan barnsins í leikskólanum.
Aðlögun barnsins tekur alla jafna þrjá daga og fylgja foreldrar barninu. Foreldrar sinna barninu, gefa því að borða, skipta um bleiur, sitja í samverustundum o.fl. Oftast eru nokkur börn aðlöguð á deildina í einu og sjá tveir kennarar um aðlögunina. Kennarar eru börnunum og foreldrum þeirra innan handar á aðlögunartímanum. Með þessu teljum við að barnið öðlist fljótt öryggi í leikskólanum. Aðlögunardagarnir eru mjög mikilvægir fyrir barnið til að stuðla að vellíðan þess í leikskólanum í framtíðinni.